framtíðin er núna

Ask me anything   Submit   það er engin framtíð

Hæðumst að stafsetningarfasistum

Eitt það versta við flesta stafsetningarfasista er skortur þeirra á heimspekiþekkingu. Hugmyndir þeirra um rökfræði, um hvað er „rétt,“ eru,


til samanburðar við mjög greinda og lærða (kven)menn, það sem kalla má infantilískar, þ.e. þær eru vanþróaðar, en það er nokkuð sem er einkenni á hverjum þeim sem er þröngsýnn og fordæmingargjarn.

Jesús sannkristur. Af hverju kláraði hann ekki lexíuna og benti henni á að nota stóra stafi, „ferðamenn“ í staðin fyrir túrista, punkt eftir setningum, og guð (eða einhver b.f. meðalgreindur kennaraskólamenntaður pedant) má vita hvað.


Komið nóg af því að hæðnin komi einungis frá einni hliðinni, frá svokölluðum stafsetningarfasistum. Snúið vörn í sókn og látið þá aðfinnslusömu finna hvernig er að láta sífellt finna að sér! 
Jafnvel oftar en ekki þá gera þeir sjálfir mistök, jafnvel í hverju einasta innleggi, svo að nóg ætti að vera efnið fyrir þessa grúppu og kannski væri ráð á að henda upp Tumblr síðu með verstu dæmunum.

Takið endilega skjáskot ef þið sjáið „stafsetningarfasista“ eða „stafsetningarperra“ vera athafna sig á þann máta að ósiðsamlegt er. Þ.e. við skilgreinum á milli þeirra sem eru raunverulega að reyna hjálpa öðrum með stafsetningu og þeirra sem eru bara að reyna gera lítið úr öðrum (yfirleitt til að hylja sína eigin minnimáttarkennd og bætta upp fyrir meðalgreind með að sýnast vera færir á sviði sem margur er það ekki).

— 3 weeks ago
#verkefni